Lífið

Beyonce og Jay-Z heiðruðu Aretha Franklin fyrir tónleika í Detroit og allir sungu Respect

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jay Z og Beyonce eru á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.
Jay Z og Beyonce eru á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.
Hjónin Beyonce og Jay-Z opnaðu tónleika sína á Ford-vellinum í Detroit í gærkvöldi með því að senda kveðju á söngkonuna Aretha Franklin.

„Þessi tónleikar eru tileinkaðir Aretha Franklin. Við elskum þig og takk fyrir allt,“ sagði Beyonce í upphafi tónleikanna. DJ Khaled hitaði upp fyrir tónleikana og spila hann lagið vinsæla Respect fyrir framan mörg þúsund manns sem sungu allir með.

Bandaríska söngkonan Aretha Franklin er nú sögð þjást af alvarlegum veikindum á sjúkrahúsi í Detroit. Franklin er 76 ára gömul en hún hætti við röð tónleika fyrr á þessu ári vegna heilsubrests.

Franklin er þekkt sem Sálardrottningin og hefur unnið átján Grammy-verðlaun. Hún var tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 1987 og er einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×