Fótbolti

Benfica, PSV Eindhoven og Rauða stjarnan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
FK Crvena Zvezda fagna í kvöld.
FK Crvena Zvezda fagna í kvöld. vísir/getty

Benfica, PSV Eindhoven og FK Crvena Zvezda tryggðu sér síðustu þrjú sætin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Benfica vann 4-1 sigur á PAOK í síðari leik liðanna eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Benfica því áfram samnalagt 5-2.

PSV rúllaði yfir Bate Borisov á heimavelli, 3-0, en eftir 2-2 jafntefli á útivelli voru Hollendingarnir sterkari á heimavelli í kvöld.

FK Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauða stjarnan, er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti síðan að nafni liðsins var breytt.

Rauða stjarnan varð að FK Crvena Zvezda á síðari árum og þetta er í fyrsta skipti eftir að liðið vann Meistaradeildina 1991 að það kemst í riðlakeppina á ný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.