Fótbolti

Liverpool í þriðja styrkleikaflokki fyrir Meistaradeildardráttinn í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent og félagar eru í þriðja styrkleikaflokki.
Trent og félagar eru í þriðja styrkleikaflokki. vísir/getty

Forkeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og því er komið í ljós í hvaða styrkleikaflokki liðin verða í er dregið verður í Nyon í kvöld.

Crvena zvezda, PSV Eindhoven og Benfica tryggðu sér í gær síðustu þrjú sætin í riðlakeppnina og UEFA birti svo í gærkvöldi styrkleikaflokkana.

Fyrsti flokkurinn er afar sterkur en þar er óvænt Lokomotiv Moskva. Þeir eru með það mörg stig hjá UEFA að þeir fara í efsta styrkleikaflokk.

Liverpool er í þriðja styrkleikaflokk og gæti því lent í afar erfiðum riðli er dregið verður í kvöld en dregið verður klukkan 17.00.

Styrkleikaflokkana má sjá hér að neðan en lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil.

Pottur 1 

Real Madrid

Atlético Madrid

Barcelona

Bayern München

Manchester City

Juventus

Paris Saint-Germain

Lokomotiv Moskva

Pottur 2

Borussia Dortmund

Porto 

Manchester United

Shakhtar Donetsk 

Benfica 

Napoli 

Tottenham Hotspur

Roma Pottur 3

Liverpool  

Schalke 

Lyon 

Monaco

Ajax 

CSKA Moskva 

PSV Eindhoven

ValenciaPottur 4

Viktoria Plzeň 

Club Brugge

Galatasaray 

Young Boys 

Internazionale Milano 

Hoffenheim 

Crvena zvezda 

AEK AthensAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.