Erlent

Ferðir Ryanair falla víða niður vegna verkfalls flugmanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Fulltrúar Ryanair harma verkfallsaðgerðirnar og segja að flugmenn félagsins fái betur greitt en hjá öðrum lágjaldafélögum.
Fulltrúar Ryanair harma verkfallsaðgerðirnar og segja að flugmenn félagsins fái betur greitt en hjá öðrum lágjaldafélögum. Vísir/EPA

Verkfall flugmanna írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í fimm Evrópulöndum hefur leitt til þess að einni af hverjum sex ferðum félagsins hefur verið aflýst í dag.

Um fimmtíu þúsund farþegar áttu bókað í ferðunum sem hafa verið felldar niður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Flugmenn félagsins í Þýskalandi, Svíþjóð, Írlandi, Belgíu og Hollandi hófu sólahringsverkfall í dag til þess að krefjast bættra kjara og aðstæðna. Talsmenn flugfélagsins segir að það reyni hvað það geti til þess að ná sátt í deilunni.

Þeir segja jafnframt að 85% af ferðum félagsins á morgun gangi eftir áætlun. Meirihluti farþega í þeim ferðum sem hafa verið felldar niður hafi verið komið í aðrar ferðir á vegum félagsins.


Tengdar fréttir

Blæddi úr eyrum farþega Ryanair

Flugvél Ryanair á leið frá Dyflinni til Króatíu neyddist til að lenda í Frankfurt eftir að þrýstingur féll í farþegarými með þeim afleiðingum að blæddi úr eyrum sumra farþega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.