Englandsmeistarar Manchester City byrjuðu titilvörn sína á sigri á Arsenal í fyrsta stórleik tímabilsins á Emirates vellinum í Lundúnum í dag.
City byrjaði af sama krafti og þeir luku tímabilinu í vor og komust verðskuldað yfir snemma í fyrri hálfleik. Raheem Sterling skoraði glæsilegt mark.
Sóknartilburði Arsenal í fyrri hálfleik mátti telja á fingrum annarar handar og var forysta City í hálfleik verðskulduð.
Í seinni hálfleik var aðeins minna um fína drætti og Arsenal fékk aðeins meira að snerta boltann. City var þó meira með hann og hættulegra í sínum aðgerðum.
Sergio Aguero komst í dauðafæri á 63. mínútu en Petr Cech varði vel. Mínútu seinna var Bernardo Silva hins vegar búinn að tvöfalda forystu City.
Engin flugeldasýning frá City en nokkuð þægilegur sigur þó.
City byrjaði titilvörnina á sigri
