„Fangi í eigin líkama“ eftir læknamistök Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 07:00 Líf Línu síðustu tvö ár hefur einkennst af gríðarlegum verkjum. Vísir/Vilhelm Pálína Sigurrós Stefánsdóttir förðunarfræðingur og stílisti hefur síðustu tvö ár þurft að nota hækjur og göngugrind alla daga vegna verkja. Pálína, sem er alltaf kölluð Lína, segir að læknamistök hafi eyðilagt hennar lífsgæði með þeim afleiðingum að hún er algjörlega óvinnufær í dag. Hún þarf verkjalyf til að komast í gegnum daginn og getur ekki gengið án hjálpartækja. „Þetta voru tvenn læknamistök á tveimur árum,“ segir Lína í samtali við Vísi. Bæði málin eru nú í ferli hjá landlækni.Verkjastilling virkaði ekki „Ég byrja á því að fara í legnám. Ég var með legslímuflakk og var með hnút í legi. Þessar miklu blæðingar voru að gera út af við mig þannig að það var ákveðið að taka legið.“ Biðlistinn í Reykjavík var tvö ár en Línu var bent á að á Akranesi kæmist hún fyrr að. Hún fór í aðgerð þar árið 2016. Lína segir að aðgerðin hafi verið gerð af sama lækni og skar upp Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem hefur rætt sína sögu af læknamistökum hér á Vísi. „Ég hitti aldrei lækninn áður fyrir aðgerðina og ég var svolítið stressuð yfir þessu, því þeir voru að pæla í að taka þetta með skurði, sem er bara ekki gert lengur og alls ekki í þessum aðstæðum þar sem áður hafði verið spengt lífbeinið mitt vegna grindargliðnunar. Vegna minnar forsögu hefði aldrei átt að taka legið með skurði heldur neðan frá.“ Legið var tekið en eftir aðgerðina fann Lína fyrir mjög miklum verkjum í lífbeininu.„Það var ekki hægt að verkjastilla mig og ég kvaldist mjög mikið.“Engdist af verkjum þegar hún vaknaði Fyrir rúmu ári síðan nefndi svo kvensjúkdómalæknir Línu að hún gæti hugsanlega verið með nárakviðslit. „Ég fór í sónar og fékk staðfestingu á því. Þá hafði ég fengið stórt nárakviðslit í kjölfar þessar aðgerðar hjá honum. Þetta var það stórt gat að það þurfti að laga það, það átti ekkert að vera það stór aðgerð samt.“ Læknirinn sagði Línu þó að þessi aðgerð myndi ekki endilega laga verkinn í vinstra lífbeini en hún ákvað samt að fara í aðgerðina svo hægt væri að laga nárakviðslitið. Læknirinn taldi verkinn í lífbeininu vera út af hakanum sem var settur til að glenna út skurðinn. „Ég fór í aðgerðina 18. maí á síðasta ári. Þegar ég vaknaði eftir aðgerð engdist ég af verkjum. Ég hef aldrei fundið eins mikla verki á ævinni. Það var ekki hægt að verkjastilla mig, alveg sama hvað mér var gefið. Ég gat ekki sofið en var send heim hjálparlaus eftir tvo daga og maðurinn minn var úti á sjó. Þarna átti náttúrulega bara að senda mig á Grensás.“ Móðir Línu flutti til hennar í nokkrar vikur til þess að aðstoða hana. „Síðari aðgerðin endaði með 13 sentímetra skurði því hann þurfti að laga eftir hinn lækninn. Ég gat ekki risið upp úr rúminu, gat ekki sest upp sjálf. Mamma þurfti alltaf að halda við mig. Þetta voru mjög kvalafullar vikur,“ útskýrir Lína. Hún fékk göngugrind lánaða heim af sjúkrahúsinu til þess að styðja sig við. „Svo fór ég að geta stutt mig við hækjur eftir svona mánuð. Eftir síðari aðgerðina gat ég ekki gengið og enn ekki stigið í vinstri fótinn, taugaskaðinn liggur þar niður fótinn.“Lína segir að hún sé allt of ung til að sætta sig við að svona kvalin verði hún út lífið.Vísir/VilhelmFöst við hækjurnar Lína komst svo að hjá sérstöku verkjateymi á Landspítalanum og segir hún að það hafi verið þá sem seinni læknamistökin hafi verið uppgötvuð. „Þetta er yndislegt teymi sem vildi allt fyrir mig gera. Þá tók einn læknir eftir því að það væri greinilega búið að skera taug í sundur. Læknirinn í seinni aðgerðinni hafði skorið taug í sundur og það eru taugaverkirnir sem ég er að glíma við í dag ofan á hina verkina.“ Lína segir að verkirnir hafi mikil áhrif á hennar daglega líf. Bara það að fara í bankann veldur því að hún er nánast alveg frá næsta sólarhringinn. „Án gríns, ég er búin að vera fangi í eigin líkama.“ Hún lætur sig dreyma um líf þar sem hjálpartæki og svona mörg verkjalyf verða ekki hluti af hennar daglega lífi. „Ég er algjörlega föst við hækjur og hef líka göngugrind heima til að styðja mig við. Svo hef ég haft hjólastól ef þarf. Þegar ég fór til útlanda var ég í hjólastól því að ég get ekki gengið neitt. Ég get ekki einu sinni sinnt heimilisstörfum. Tvenn læknamistök á tveimur árum. Báðar aðgerðirnar hefðu getað verið gerðar með götum, ég las eftir á með nárakviðslitsaðgerð að það er áhætta á taugaskaða.“Samrýnd systkini.Úr einkasafniBúin að prófa allt Lína hefur reynt ýmislegt en meðferð hjá lækni í Los Angeles hefur gefið henni örlitla von um að ástandið verði ekki alltaf svona. Hún hitti íslenska konu sem hafði farið með son sinn í tvær stofnfrumumeðferðir hjá lækninum og náð miklum bata í kjölfarið. „Hann lagaði hann 100 prósent eftir tvær meðferðir. Ég er búin að prófa allt, næsta skref er bara þetta. Hann kom til Íslands þessi yndislegi maður og ég fór á fyrirlesturinn og faðmaði hann í klessu. Það er svo gott að finna lífsvon. Auðvitað er þetta eigin áhætta, ríkið tekur ekkert þátt í þessu þó að þetta hafi verið læknamistök.“ Varðandi þá gagnrýni að stofnfrumumeðferðir virki ekki, segir Lína: „Fólk sem að lendir í svona, það reynir allt. Fyrir mína parta þá er þetta engin spurning, en þetta er auðvitað að fara að vera rosalega erfið ferð. Þetta verða níu klukkutímar og 20 mínútur en maður leggur ýmislegt á sig. Ég er líka búin að vera í ógeðslegum lyfjameðferðum til einskis, sem ekki hafa virkað neitt. Ég er búin að fá plástur á þetta svæði til að deyfa og það var bara eins og ég hafi brennt mig. Ég er búin að fara í alls konar meðferðir og þær bara hafa ekki virkað, þó að verkjateymið vilji gera allt fyrir mig. Lína er ótrúlega þakklát verkjateyminu og öllu því sem búið er að reyna að gera. „Ég hrósa þeim 100 prósent og ég faðma þau þegar ég hitti þau. En þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Þó svo að þetta muni bara færa mér 10 prósent bata þá verð ég sátt. Auðvitað vonast ég til að ná 100 prósent en allur bati, alveg sama hversu lítill hann er, skiptir máli. Þetta er ekkert líf svona, ég er bara eins og fangi í eigin líkama.“Lína gefst ekki upp og ætlar ekki að láta neitt stoppa sig.Vísir/VilhelmMun aldrei gefast upp Lína á pantaðan tíma í stofnfrumumeðferð hjá Dr. Darren FX Clair í Los Angeles þann 5. október næstkomandi. Hún reynir að vera bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir verkina sem hún þarf að kljást við á hverjum degi. „Ég sjálf á ekki til orð, ég hef örugglega verið raðmorðingi í fyrra lífi. Hver lendir í tvennum læknamistökum á tveimur árum? Það sem hjálpar mér er mitt geð, ég hef sótt í hugleiðslu og er mikið í Kærleikssetrinu. Sjúkraþjálfarinn minn hjálpar mér ótrúlega mikið. Ég á líka yndislegt fólk að, fjölskyldu og vinkonur, sem er ómetanlegt. Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra.“ Bárður Þór Stefánsson og Sylvía K. Stefánsdóttir systkini Línu settu af stað söfnun á Facebook til að létta undir henni fjárhagslega vegna meðferðarinnar. Lína segir að það sé virkilega erfitt að þiggja aðstoð frá ókunnugum, ættingjum og vinum með þessum hætti en er þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Ég er hæfilega bjartsýn. Ég veit að þetta er áhætta en ég trúi á þetta, ég get ekki útskýrt það. Ef að þetta tekst ekki þá er ég allavega búin að prófa þetta. Ég veit að þetta mun hjálpa mér að einhverju leiti. Mér finnst ég allt of ung, ég er 45 ára og á einn son, sambýlismann og þrjú stjúpbörn í kaupbæti. Ég er förðunarfræðingur og elska það starf.“ Lína vonar að ef hún nái einhverjum bata geti hún byrjað að starfa á ný.„Ég gefst ekki upp, ég mun aldrei gefast upp.“Hér að neðan má lesa færslu systkinanna: Heilbrigðismál Viðtal Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Pálína Sigurrós Stefánsdóttir förðunarfræðingur og stílisti hefur síðustu tvö ár þurft að nota hækjur og göngugrind alla daga vegna verkja. Pálína, sem er alltaf kölluð Lína, segir að læknamistök hafi eyðilagt hennar lífsgæði með þeim afleiðingum að hún er algjörlega óvinnufær í dag. Hún þarf verkjalyf til að komast í gegnum daginn og getur ekki gengið án hjálpartækja. „Þetta voru tvenn læknamistök á tveimur árum,“ segir Lína í samtali við Vísi. Bæði málin eru nú í ferli hjá landlækni.Verkjastilling virkaði ekki „Ég byrja á því að fara í legnám. Ég var með legslímuflakk og var með hnút í legi. Þessar miklu blæðingar voru að gera út af við mig þannig að það var ákveðið að taka legið.“ Biðlistinn í Reykjavík var tvö ár en Línu var bent á að á Akranesi kæmist hún fyrr að. Hún fór í aðgerð þar árið 2016. Lína segir að aðgerðin hafi verið gerð af sama lækni og skar upp Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur, sem hefur rætt sína sögu af læknamistökum hér á Vísi. „Ég hitti aldrei lækninn áður fyrir aðgerðina og ég var svolítið stressuð yfir þessu, því þeir voru að pæla í að taka þetta með skurði, sem er bara ekki gert lengur og alls ekki í þessum aðstæðum þar sem áður hafði verið spengt lífbeinið mitt vegna grindargliðnunar. Vegna minnar forsögu hefði aldrei átt að taka legið með skurði heldur neðan frá.“ Legið var tekið en eftir aðgerðina fann Lína fyrir mjög miklum verkjum í lífbeininu.„Það var ekki hægt að verkjastilla mig og ég kvaldist mjög mikið.“Engdist af verkjum þegar hún vaknaði Fyrir rúmu ári síðan nefndi svo kvensjúkdómalæknir Línu að hún gæti hugsanlega verið með nárakviðslit. „Ég fór í sónar og fékk staðfestingu á því. Þá hafði ég fengið stórt nárakviðslit í kjölfar þessar aðgerðar hjá honum. Þetta var það stórt gat að það þurfti að laga það, það átti ekkert að vera það stór aðgerð samt.“ Læknirinn sagði Línu þó að þessi aðgerð myndi ekki endilega laga verkinn í vinstra lífbeini en hún ákvað samt að fara í aðgerðina svo hægt væri að laga nárakviðslitið. Læknirinn taldi verkinn í lífbeininu vera út af hakanum sem var settur til að glenna út skurðinn. „Ég fór í aðgerðina 18. maí á síðasta ári. Þegar ég vaknaði eftir aðgerð engdist ég af verkjum. Ég hef aldrei fundið eins mikla verki á ævinni. Það var ekki hægt að verkjastilla mig, alveg sama hvað mér var gefið. Ég gat ekki sofið en var send heim hjálparlaus eftir tvo daga og maðurinn minn var úti á sjó. Þarna átti náttúrulega bara að senda mig á Grensás.“ Móðir Línu flutti til hennar í nokkrar vikur til þess að aðstoða hana. „Síðari aðgerðin endaði með 13 sentímetra skurði því hann þurfti að laga eftir hinn lækninn. Ég gat ekki risið upp úr rúminu, gat ekki sest upp sjálf. Mamma þurfti alltaf að halda við mig. Þetta voru mjög kvalafullar vikur,“ útskýrir Lína. Hún fékk göngugrind lánaða heim af sjúkrahúsinu til þess að styðja sig við. „Svo fór ég að geta stutt mig við hækjur eftir svona mánuð. Eftir síðari aðgerðina gat ég ekki gengið og enn ekki stigið í vinstri fótinn, taugaskaðinn liggur þar niður fótinn.“Lína segir að hún sé allt of ung til að sætta sig við að svona kvalin verði hún út lífið.Vísir/VilhelmFöst við hækjurnar Lína komst svo að hjá sérstöku verkjateymi á Landspítalanum og segir hún að það hafi verið þá sem seinni læknamistökin hafi verið uppgötvuð. „Þetta er yndislegt teymi sem vildi allt fyrir mig gera. Þá tók einn læknir eftir því að það væri greinilega búið að skera taug í sundur. Læknirinn í seinni aðgerðinni hafði skorið taug í sundur og það eru taugaverkirnir sem ég er að glíma við í dag ofan á hina verkina.“ Lína segir að verkirnir hafi mikil áhrif á hennar daglega líf. Bara það að fara í bankann veldur því að hún er nánast alveg frá næsta sólarhringinn. „Án gríns, ég er búin að vera fangi í eigin líkama.“ Hún lætur sig dreyma um líf þar sem hjálpartæki og svona mörg verkjalyf verða ekki hluti af hennar daglega lífi. „Ég er algjörlega föst við hækjur og hef líka göngugrind heima til að styðja mig við. Svo hef ég haft hjólastól ef þarf. Þegar ég fór til útlanda var ég í hjólastól því að ég get ekki gengið neitt. Ég get ekki einu sinni sinnt heimilisstörfum. Tvenn læknamistök á tveimur árum. Báðar aðgerðirnar hefðu getað verið gerðar með götum, ég las eftir á með nárakviðslitsaðgerð að það er áhætta á taugaskaða.“Samrýnd systkini.Úr einkasafniBúin að prófa allt Lína hefur reynt ýmislegt en meðferð hjá lækni í Los Angeles hefur gefið henni örlitla von um að ástandið verði ekki alltaf svona. Hún hitti íslenska konu sem hafði farið með son sinn í tvær stofnfrumumeðferðir hjá lækninum og náð miklum bata í kjölfarið. „Hann lagaði hann 100 prósent eftir tvær meðferðir. Ég er búin að prófa allt, næsta skref er bara þetta. Hann kom til Íslands þessi yndislegi maður og ég fór á fyrirlesturinn og faðmaði hann í klessu. Það er svo gott að finna lífsvon. Auðvitað er þetta eigin áhætta, ríkið tekur ekkert þátt í þessu þó að þetta hafi verið læknamistök.“ Varðandi þá gagnrýni að stofnfrumumeðferðir virki ekki, segir Lína: „Fólk sem að lendir í svona, það reynir allt. Fyrir mína parta þá er þetta engin spurning, en þetta er auðvitað að fara að vera rosalega erfið ferð. Þetta verða níu klukkutímar og 20 mínútur en maður leggur ýmislegt á sig. Ég er líka búin að vera í ógeðslegum lyfjameðferðum til einskis, sem ekki hafa virkað neitt. Ég er búin að fá plástur á þetta svæði til að deyfa og það var bara eins og ég hafi brennt mig. Ég er búin að fara í alls konar meðferðir og þær bara hafa ekki virkað, þó að verkjateymið vilji gera allt fyrir mig. Lína er ótrúlega þakklát verkjateyminu og öllu því sem búið er að reyna að gera. „Ég hrósa þeim 100 prósent og ég faðma þau þegar ég hitti þau. En þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Þó svo að þetta muni bara færa mér 10 prósent bata þá verð ég sátt. Auðvitað vonast ég til að ná 100 prósent en allur bati, alveg sama hversu lítill hann er, skiptir máli. Þetta er ekkert líf svona, ég er bara eins og fangi í eigin líkama.“Lína gefst ekki upp og ætlar ekki að láta neitt stoppa sig.Vísir/VilhelmMun aldrei gefast upp Lína á pantaðan tíma í stofnfrumumeðferð hjá Dr. Darren FX Clair í Los Angeles þann 5. október næstkomandi. Hún reynir að vera bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir verkina sem hún þarf að kljást við á hverjum degi. „Ég sjálf á ekki til orð, ég hef örugglega verið raðmorðingi í fyrra lífi. Hver lendir í tvennum læknamistökum á tveimur árum? Það sem hjálpar mér er mitt geð, ég hef sótt í hugleiðslu og er mikið í Kærleikssetrinu. Sjúkraþjálfarinn minn hjálpar mér ótrúlega mikið. Ég á líka yndislegt fólk að, fjölskyldu og vinkonur, sem er ómetanlegt. Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra.“ Bárður Þór Stefánsson og Sylvía K. Stefánsdóttir systkini Línu settu af stað söfnun á Facebook til að létta undir henni fjárhagslega vegna meðferðarinnar. Lína segir að það sé virkilega erfitt að þiggja aðstoð frá ókunnugum, ættingjum og vinum með þessum hætti en er þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Ég er hæfilega bjartsýn. Ég veit að þetta er áhætta en ég trúi á þetta, ég get ekki útskýrt það. Ef að þetta tekst ekki þá er ég allavega búin að prófa þetta. Ég veit að þetta mun hjálpa mér að einhverju leiti. Mér finnst ég allt of ung, ég er 45 ára og á einn son, sambýlismann og þrjú stjúpbörn í kaupbæti. Ég er förðunarfræðingur og elska það starf.“ Lína vonar að ef hún nái einhverjum bata geti hún byrjað að starfa á ný.„Ég gefst ekki upp, ég mun aldrei gefast upp.“Hér að neðan má lesa færslu systkinanna:
Heilbrigðismál Viðtal Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira