Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Dalvin Smári Imsland Skjáskot úr frétt Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels