Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Dalvin Smári Imsland Skjáskot úr frétt Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt minntur á fyrra kyn og að hann hafi ekki getað sótt félagslíf skólans í heilt ár sökum þess. Hann ætlar að skipta um skóla í haust verði rétt nafn hans ekki skráðí gögn skólans. Dalvin Smári Imsland kom út sem transmaður árið 2017. Í ágúst tilkynnti hann skólafélögum sínum að hann héti nú Dalvin en þá hafði hann hafið kynleiðréttingarferli. „Eftir það kom ég út hér í MS og ætlaði að breyta nafninu mínu í kerfinu. Það hefur gengið mjög illa að fá það í gegn. Skólastjórinn vill ekki breyta nafninu mínu í kerfinu,“ segir Dalvin Smári Imsland, nemandi Menntaskólans við Sund. Dalvin segir að svörin sem hann fái frá skólastjóra séu á þann veg að hann þurfi að fara eftir því sem standi í Þjóðskrá og því harðneiti hann að breyta nafninu í kerfinu. Þó þekkir Dalvin dæmi þess að ungmenni í öðrum skólum hafi fengið nafni sínu breytt. „Ég hef rætt við hann og sagt hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Hef spurt hann afhverju hann sé beinlínis að gera þetta. Hann gaf mér þau svör að hann væri að fylgja lögum. Það er til staðar undantekning að breyta nöfnum í skólakerfinu þegar ekki er búið að gera það í Þjóðskrá. Aðrir skólar hafa gert það, afhverju gat hann ekki gert það líka,“ segir Dalvin. Dalvin Smári ImslandSkjáskot úr frétt Hvernig hefur þér liðið? „Bara eiginlega hræðilega. Það hafa verið erfiðir dagar inn á milli. Ég á samt frábæra foreldra sem styðja mig í þessu,“ segir Dalvin. Verst segir hann að þurfa í sífellu að minna kennara á nýtt nafn og óska þess að vera lesinn upp í tímum sem Dalvin. En á öllum prófskírteinum og tölvupóstum er hann titlaður með fyrra nafni. Hann segir fyrirkomulag skólans hafa mikil áhrif á félagslífið. En hann treysti sér ekki til að sækja böll og aðra viðburði á vegum skólans. „Eins og þegar ég ætla að taka þátt í félagslífinu, bjóða mig fram eða eitthvað þá þurfa krakkarnir að merkja við mig með gamla nafninu. Þau geta ekki haft nafnið mitt á blaðinu. Það hefur alltaf verið mjög erfitt að sækja böllin. MS hefur alltaf verið mjög félagslegur skóli og ég sótti um hann út af því og hef ekki fengið að stunda það. Það er mjög erfitt fyrir mig,“ segir Dalvin. Ef þessu verður ekki breytt, hyggst þú þá sækja um nýjan skóla?„Já það er ekkert annað í boði. Ég vona að enginn annar þurfi að lenda í þessu eins og ég. Þetta er mjög vont og ég vona að þetta verði það síðasta,“ segir Dalvin.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira