Íslenski boltinn

Valur og Stjarnan með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harpa skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag.
Harpa skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. vísir/daníel

Valur og Stjarnan halda áfram að berjast um þriðja sætið í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í þrettándu umferðinni.

Stjarnan vann 2-1 sigur á Grindavík. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir á 47. mínútu og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tvöfaldaði forystua sjö mínútum síðar.

Rio Hardy minnkaði muninn á 68. mínútu en nær komust Grindavíkurstúlkur ekki og lokatölur 2-1 mikilvægur sigur Stjörnunnar.

Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar, stigi frá Val, en sjö stigum frá Þór/KA sem er í öðru sætinu. Grindavík er í níunda sæti, þremur stigum frá KR, sem er í öruggu sæti.

Karólína Jack kom HK/Víking óvænt yfir gegn sterku liði Vals á heimavelli eftir einungis níu mínútur er liðin mættust á Víkingsvelli í kvöld.

Fanndís Friðriksdóttir jafnaði sjö mínútum síðar fyrir Val og það var ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok er Guðrún Karítas Sigurðardóttir tryggði Val sigurinn. Lokatölur 2-1.

Valur er með 26 stig í þriðja sætinu, sex stigum á eftir Þór/KA í öðru sætinu en HK/Víkingur er í sjöunda sætinu með þrettán stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.