Íslendingaliðið Rostov tapaði sínum fyrsta leik í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Krylya Sovetov Samara kom í heimsókn í kvöld.
Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Sverrir Ingi Ingason spiluðu allir allan leikinn fyrir Rostov í kvöld.
Eina mark leiksins kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks, Alexander Sobolev skoraði stórglæsilegt mark eftir frábært einstaklingsframtak, óverjandi fyrir markvörð Rostov.
Rostov hafði unnið báða leiki sína í deildinni til þessa en missti af sínum fyrstu stigum í kvöld.
Fyrsta tap Íslendinganna í Rostov
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

