Fótbolti

Þór/KA áfram í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fyrsta Meistaradeildarsigrinum fagnað.
Fyrsta Meistaradeildarsigrinum fagnað. UEFA

Íslandsmeistarar Þórs/KA komust áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir jafntefli gegn Ajax í dag.

Fyrir leikinn voru Þór/KA og Ajax jöfn að stigum í riðlinum eftir tvo sigra og því um hreinan úrslitaleik að ræða um hvort liðið færi áfram.

Svo fór að ekkert mark var skorað í leiknum og jafntefli niðurstaðan. Liðin jöfn að stigum með jafna markatölu en Ajax í fyrsta sætinu á fleiri mörkum skoruðum, sex á móti fimm mörkum Norðanstelpna.

Tvö bestu liðin í öðru sæti í riðlunum 10 fara hins vegar líka áfram og var Þór/KA annað þeirra. Þær verða því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit á föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.