Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Skýrslan náði yfir 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira