Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta mynd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2018 15:01 Kristín Soffía er hneyksluð á framgöngu Sjálfstæðismanna og óskar Reykvíkingum til hamingju. Vísir/stefán „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um brotthvarf þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í morgun. Hildur Björnsdóttir, einn fulltrúanna, tjáði Fréttablaðinu í morgun að flokkurinn efaðist um að til fundarins hefði verið boðað með löglegum fyrirvara. Tveir fundargestir hefðu ekki fengið fundarboð og fundargögn hefðu ekki borist þeim fyrr en eftir hádegi í gær. Á dagskrá væru 75 mál. Þau hafi farið fram á að fundinum yrði frestað, ítrekað þá ósk sína við upphaf fundar en ekki orðið að ósk sinni. Þau hafi því gengið af fundi. Fundurinn hélt þó áfram, stendur enn yfir en Hildur og flokksfélagar hennar telja hann ólöglegan.Allt of skammur tími til að kynna sér málin Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum til fjölmiðla, sem sjá má í heild hér að neðan, kemur meðal annars fram að það geti ekki talist nægjanlegur tími til að undirbúa sig fyrir fund. Gögnin hafi verið fleiri hundruð blaðsíður. „Flest þessara mála varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku fundarins, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum.“ Auk þess hafi mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir tveimur dögum óskað eftir að sett yrðu á dagskrá ekki ratað þangað. Á því hafi ekki fengist neinar skýringar. Kristín Soffía gagnrýnir fulltrúa Sjálfstæðisflokkinn fyrir útgönguna og hvernig að henni var staðið. „Þau mæta með ljósmyndarann sjálf sem bíður hér. Fundurinn er fullkomlega löglegur en til þess að bregðast við þeim töfum sem urðu við útsendingu gagna er ákveðið að fullnaðarafgreiða ekkert á fundinum en halda inni kynningum enda mættur hér fjöldi ráðgjafa,“ segir Kristín Soffía í færslu á Facebook. „Þau ákveða samt að fara út og sitja ekki þessar kynningar, þrátt fyrir að gagnrýni þeirra snúist um að vilja kynna sér málin. Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar.“ Óskar Kristín Reykvíkingum til hamingju. „Þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér.“Tilkynning Sjálfstæðisflokksins í heild sinni Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda ekki rétt staðið að boðun fundarins. Sú ákvörðun var tekin af fulltrúum Sjálfstæðisflokks að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Athygli formanns ráðsins var vakin á málinu í gær og farið fram á að fundinum yrði frestað og boðað til hans að nýju. Í fyrsta lagi gera fulltrúar Sjálfstæðisflokks athugasemdir við boðun fundarins. Skipulags- og samgönguráð starfar enn samkvæmt Samþykktum um umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar frá 21. júní 2016. Í 2. mgr. 7. gr. samþykktanna kemur fram að fundi skuli boða með minnst sólarhrings fyrirvara og að dagskrá skuli fylgja fundarboði. Annars vegar láðist formanni ráðsins að senda borgarfulltrúanum og fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Hildi Björnsdóttur, fundarboð innan lögbundins frests en það sama á við um áheyrnarfulltrúa Miðflokksins. Hins vegnar fylgdi dagskrá fundarins ekki fundarboði líkt og 2. mgr. 7. gr. samþykktanna gerir ráð fyrir. Dagskráin barst ekki fulltrúum ráðsins fyrr en eftir hádegi í gær, degi fyrir áformaðan fund. Það getur með engu móti talist nægjanlegur tími fyrir ráðsmenn að kynna sér efni og gögn fundarins með fullnægjandi hætti, enda gögnin fleiri hundruð blaðsíður. Á dagskrá fundarins eru 75 mál og umtalsverður fjöldi gagna sem ráðsmenn verða að kynna sér. Flest þessara mála varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku fundarins, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum. Í öðru lagi höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu óskað eftir því við formann ráðsins, að tiltekin mál yrðu sett á dagskrá fundarins. Erindi þess efnis var sent formanni tveimur dögum fyrir áformaðan fund. Um beiðnina vísast aftur til 2. mgr. 7. gr. samþykktanna en þar kemur einnig fram að á dagskrá skuli tekin þau mál sem fulltrúar ráðsins hafi óskað eftir, enda séu þau á verksviði ráðsins. Ekkert þessara mála var sett á dagskrá fundarins og engar skýringar bárust fyrr en í gærkvöldi hvað þá ákvörðun varðaði sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja með öllu ófullnægjandi. Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um brotthvarf þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í morgun. Hildur Björnsdóttir, einn fulltrúanna, tjáði Fréttablaðinu í morgun að flokkurinn efaðist um að til fundarins hefði verið boðað með löglegum fyrirvara. Tveir fundargestir hefðu ekki fengið fundarboð og fundargögn hefðu ekki borist þeim fyrr en eftir hádegi í gær. Á dagskrá væru 75 mál. Þau hafi farið fram á að fundinum yrði frestað, ítrekað þá ósk sína við upphaf fundar en ekki orðið að ósk sinni. Þau hafi því gengið af fundi. Fundurinn hélt þó áfram, stendur enn yfir en Hildur og flokksfélagar hennar telja hann ólöglegan.Allt of skammur tími til að kynna sér málin Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum til fjölmiðla, sem sjá má í heild hér að neðan, kemur meðal annars fram að það geti ekki talist nægjanlegur tími til að undirbúa sig fyrir fund. Gögnin hafi verið fleiri hundruð blaðsíður. „Flest þessara mála varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku fundarins, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum.“ Auk þess hafi mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir tveimur dögum óskað eftir að sett yrðu á dagskrá ekki ratað þangað. Á því hafi ekki fengist neinar skýringar. Kristín Soffía gagnrýnir fulltrúa Sjálfstæðisflokkinn fyrir útgönguna og hvernig að henni var staðið. „Þau mæta með ljósmyndarann sjálf sem bíður hér. Fundurinn er fullkomlega löglegur en til þess að bregðast við þeim töfum sem urðu við útsendingu gagna er ákveðið að fullnaðarafgreiða ekkert á fundinum en halda inni kynningum enda mættur hér fjöldi ráðgjafa,“ segir Kristín Soffía í færslu á Facebook. „Þau ákveða samt að fara út og sitja ekki þessar kynningar, þrátt fyrir að gagnrýni þeirra snúist um að vilja kynna sér málin. Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar.“ Óskar Kristín Reykvíkingum til hamingju. „Þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér.“Tilkynning Sjálfstæðisflokksins í heild sinni Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda ekki rétt staðið að boðun fundarins. Sú ákvörðun var tekin af fulltrúum Sjálfstæðisflokks að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Athygli formanns ráðsins var vakin á málinu í gær og farið fram á að fundinum yrði frestað og boðað til hans að nýju. Í fyrsta lagi gera fulltrúar Sjálfstæðisflokks athugasemdir við boðun fundarins. Skipulags- og samgönguráð starfar enn samkvæmt Samþykktum um umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar frá 21. júní 2016. Í 2. mgr. 7. gr. samþykktanna kemur fram að fundi skuli boða með minnst sólarhrings fyrirvara og að dagskrá skuli fylgja fundarboði. Annars vegar láðist formanni ráðsins að senda borgarfulltrúanum og fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Hildi Björnsdóttur, fundarboð innan lögbundins frests en það sama á við um áheyrnarfulltrúa Miðflokksins. Hins vegnar fylgdi dagskrá fundarins ekki fundarboði líkt og 2. mgr. 7. gr. samþykktanna gerir ráð fyrir. Dagskráin barst ekki fulltrúum ráðsins fyrr en eftir hádegi í gær, degi fyrir áformaðan fund. Það getur með engu móti talist nægjanlegur tími fyrir ráðsmenn að kynna sér efni og gögn fundarins með fullnægjandi hætti, enda gögnin fleiri hundruð blaðsíður. Á dagskrá fundarins eru 75 mál og umtalsverður fjöldi gagna sem ráðsmenn verða að kynna sér. Flest þessara mála varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku fundarins, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum. Í öðru lagi höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu óskað eftir því við formann ráðsins, að tiltekin mál yrðu sett á dagskrá fundarins. Erindi þess efnis var sent formanni tveimur dögum fyrir áformaðan fund. Um beiðnina vísast aftur til 2. mgr. 7. gr. samþykktanna en þar kemur einnig fram að á dagskrá skuli tekin þau mál sem fulltrúar ráðsins hafi óskað eftir, enda séu þau á verksviði ráðsins. Ekkert þessara mála var sett á dagskrá fundarins og engar skýringar bárust fyrr en í gærkvöldi hvað þá ákvörðun varðaði sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja með öllu ófullnægjandi.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira