Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Allt er þegar þrennt er

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar getur verið sáttur með sína menn.
Rúnar getur verið sáttur með sína menn. vísir/ernir

„Þetta var bara hrikalega flott hjá drengjunum og frábær frammistaða hjá þeim í einu og öllu,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á FH í kvöld.

Stjarnan vann 2-0 sigur á Fimleikafélaginu og er liðið komið í bikarúrslit.

„Öflugur varnarleikur og góður sóknarleikur var lykillinn af okkar sigri í kvöld. Það gekk bara allt upp hjá okkur í dag.“

Rúnar segist hafa séð að FH-ingar myndu spila með þriggja manna vörn fyrir leikinn í kvöld.

„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar að mæta þriggja manna vörn og við vissum nákvæmlega hvernig við myndum spila og lokuðum vel á þá,“ segir Rúnar en Stjarnan hefur í tvígang komist í bikarúrslit og aldrei unnið.

„Það er allt er þegar þrennt er og klárum þennan titil loksins núna.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.