Zenit skoraði átta eftir að hafa verið fjórum mörkum undir Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Einu af átta mörkum Zenit fagnað í gærkvöldi vísir/getty Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30
Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49