Fótbolti

Leið yfir aðra þeirra sem stjórnaði drættinum í Meistaradeild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er keppt um þennan bikar í Meistaradeild kvenna.
Það er keppt um þennan bikar í Meistaradeild kvenna. Vísir/Getty

Hlé varð gert á drættinum í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna skömmu eftir að Þór/KA hafði dregist á móti þýska liðinu Wolfsburg.

Mörgum brá í brún þegar önnur umsjónarkona dráttarins hneig niður. Það var strax klippt á netútsendinguna og hlé var gert á drættinum. Þá voru aðeins þrjú félög eftir í pottinum.

Fulltrúi Þór/KA-liðsins á staðnum staðfesti það á Twitter-reikningi Þór/KA-liðsins að það sé í lagi með hana en allir höfðu þá verið sendir út á gang.Drátturinn hélt síðan áfram eftir um fimmtán mínútna hlé og síðasti staðfesti leikurinn var á milli Lilleström frá Noregi og rússneska liðsins Zvezda.

Leikir 32 liða úrslitanna eru eftirtaldir:
Honka [Finnland] - Zürich [Sviss]
Fiorentina [Ítalía] - Fortuna Hjørring [Danmörk]
Ajax [Holland] - Sparta Prag [Tékkland]
Avaldsnes [Noregur] - Lyon [Frakkland]
Ryazan-VDV [Rússland] - Rosengård [Svíþjóð]
Juventus [Ítalía] - Bröndby [Danmörk]
SFK 2000 [Bosnía] - Chelsea [England]
Atlético Madrid [Spánn] - Manchester City [England]
Þór/KA [Ísland] - VfL Wolfsburg [Þýskaland]
Gintra Universitetas [Litháen] - Slavia Prag [Tékkland]
BIIK Kazygurt [Kasakstan] - Barcelona [Spánn]
Barcelona [Kýpur] - Glasgow City [Skotland]
Spartak Subotica [Serbía] - Bayern München [Þýskaland]
St. Pölten [Austurríki] - Paris Saint-Germain Frakkland]
Zhytlobud-1 Kharkiv [Úkraína] - Linköping [Svíþjóð}
LSK Kvinner [Noregur] - Zvezda-2005 Perm [Rússland]Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.