„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:02 Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin. Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin.
Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira