„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:02 Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira