„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:02 Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira