„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:02 Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira