Ólafur um meiðsli Hörpu: „Vona að þetta sé ekki það sem allir eru að hugsa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 17. ágúst 2018 22:07 Ef fer á versta veg gæti Harpa misst af mikilvægum landsleikjum í byrjun september Vísir/Getty Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45