Kolbeinn Sigþórsson er enn utan leikmannahóps franska úrvalsdeildarliðsins Nantes. Liðið mætir Rúnari Alex Rúnarssyni og félögum í Dijon.
Þetta er annar leikur Nantes á tímabilinu og í annað sinn sem Kolbeinn er ekki í leikmannahópnum.
Leikmannaglugginn í Frakklandi lokar um mánaðarmótin og er talið að Nantes vilji selja Kolbein fyrir þann tíma.
Kolbeinn hefur spilað 33 leiki fyrir Nantes og skorað í þeim fjögur mörk. Síðasti leikur hans með liðinu var í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði í 15 mínútur gegn Strasbourg Alsace.
Kolbeinn ekki í leikmannahópi Nantes í dag
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn




Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
