Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:00 Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt. Sundlaugar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt.
Sundlaugar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira