Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:00 Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt. Sundlaugar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Algengt er að gestir sundlauganna, einkum ferðamenn, þvoi sér ekki áður þeir fara ofan í að sögn fastagesta. Skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasvið segi að þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar og hvatningu starfsfólks sleppi alltaf einhverjir við að þvo sér. Sundlaugarnar verða æ vinsælli hjá ferðamönnum en hluti þeirra sættir sig illa við þær reglur sem gilda um líkamsþvott eða vilja ekki fara eftir þeim, að sögn fastagesta sundlauganna. Sigurður Sigurðarson er einn fastagestanna. „Ég er búinn að stunda hérna laugarnar í fjölda ára og þetta óhreinlæti keyrir um þverbak eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Og þá fer enginn eftir þessum reglum sem skylda fólk til að þvo sér. Fullt af útlendingum koma hérna frá ólíkum menningarheimum sem vaða beint út í laugina án þess að þvo sér þar sem við hin erum og þau menga hana, “ segir Sigurður. Þetta er viðbjóður Sigurður segir þetta eiga við í flestum sundlaugum. „Ég sé fólk vaða framhjá sturtunum eða bara fara í sturturnar til þess að sýnast. Þetta er viðbjóður og á ekki að eiga sér stað,“ segir hann. Fréttastofa spurði nokkra sundlaugagesti hvort þeirra reynsla væri svipuð og allir höfðu sömu sögu að segja.Alltaf einhverjir sem sleppa Steinþór Einarsson skrifstofustjóri Íþrótta-og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar segir margt gert til að takast á við þetta. Starfsfólk bendi ítrekað á reglur um líkamsþvott í sturtuklefum. „Starfsfólki sinnir þessu hlutverki virkilega vel. Það er að díla við mikinn fjölda fólks og einhverjir sleppa í gegn. Við erum með merkingar þær duga ekki alltaf, þar sem við erum að fá flesta ferðamennina erum við yfirleitt að spyrja gestina ertu að koma í fyrsta skipti og ef svo er förum við yfir reglurnar með þeim. Við afhendum flyer með leiðbeiningum fyrir gestina, en því miður þá sleppa alltaf einhverjir í gegn“ segir Steinþór. Steinþór hvetur sundlaugagesti sem fara eftir reglunum til dáða. „Allir sundlaugargestir eiga að vera laugarverðir. Þú átt að láta þig varða það sem er í kringum þig,“ segir hann. Steinþór bætir við að vel sé fylgst með vatninu í sundlaugunum og áhersla lögð á að það sé bæði hreint og heilsusamlegt.
Sundlaugar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira