Teljum okkur hafa fundið höggstaði í leiknum í Ísrael Hjörvar Ólafsson skrifar 2. ágúst 2018 11:00 FH-ingar eru í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn á móti Hapoel Haifa. Vísir/Eyþór Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvort Ísland mun eiga fulltrúa í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. FH, Valur og Stjarnan leika þá seinni leiki sína í einvígjum sínum í annarri umferðinni. FH og Valur eru í heimahögum sínum á meðan Stjarnan fer til Kaupmannahafnar. FH fær ísraelska liðið Hapoel Haifa í heimsókn í Kaplakrika, en fyrri leiknum í miklum hita og raka í Haifa lyktaði með 1-1-jafntefli. Miðvörðurinn Eddi Gomes skoraði mikilvægt útivallarmark Hafnfirðinga í Ísrael. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, telur að liðið eigi ágætis möguleika á að komast áfram, en liðið verði í hlutverki Davíðs gegn Golíat í leik liðanna á morgun. „Við munum líklega liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir í þessum leik líkt og við gerðum í útileiknum. Við horfðum á leikinn aftur og sáum þá höggstað á þeim og að við hefðum getað verið rólegri á boltann þegar við unnum hann. Þeir eru ekki í góðu leikformi og þeir sækja á mörgum leikmönnum þegar þeir herja á andstæðinga sína. Það er því nóg pláss til að sækja í þegar þeir tapa boltanum,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það er spennandi verkefni í boði í þriðju umferðinni hvort sem það verður Sarajevó eða Atalanta. Það er alltaf meiri fiðringur fyrir Evrópuleiki en aðra leiki og við hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum orðnir reynslumiklir, margir í leikmannahópnum, á þessum vettvangi og við bættum við okkur leikmönnum fyrir þetta keppnistímabil sem eiga þó nokkra Evrópuleiki undir beltinu. Það ætti að koma okkur til góða í þessu erfiða verkefni,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Valur mætir svo Santa Coloma frá Andorra á Origo-vellinum að Hlíðarenda, en þar þurfa Valsmenn að snúa taflinu sér í hag eftir svekkjandi 1-0-tap ytra. Ólafur Jóhannesson getur ekki stýrt liði sínu í þessum leik þar sem hann afplánar tveggja leikja bann fyrir að ýja að því að maðkur væri í mysunni hjá UEFA þegar liðið féll úr leik fyrir Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan fer með veika von til Danmerkur þar sem liðið mætir FB Köbenhavn, en liðið laut í lægra haldi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum. Þar reið danski landsliðsmaðurinn Viktor Fischer baggamuninn, en hann lagði upp fyrra mark danska liðsins og skoraði það seinna eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Lokatölur urðu 2-0 og vonandi að Stjarnan nái að velgja danska liðinu undir uggum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira