Geti skipt sköpum hvernig farangri er raðað í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:00 Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið. Samgöngur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið.
Samgöngur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira