Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 21:57 Ólafur Kristjánsson. vísir/bára Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti