Innlent

Hlýjast suðvestanlands á morgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svona lítur veðurspáin út fyrir landið klukkan tólf á morgun.
Svona lítur veðurspáin út fyrir landið klukkan tólf á morgun. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands spáir því að hlýjast verði suðvestanlands á morgun. Í dag er suðaustlæg og rigning með köflum sunnan-og vestanlands en annars hægari breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir einkum síðdegis. Hlýjast verður norðaustanlands í dag.

Þá á að draga úr úrkomu og vindi í kvöld.

Á morgun verður hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan-og vestanlands en annars skýjað að mestu. Líkur á stöku skúrum víða um land, einkum inn til landsins síðdegis. Hiti 9-18 stig að deginum og sem fyrr segir er spáð því að hlýjast verði suðvestanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Hægviðri og skýjað að mestu, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Skúrir á stöku stað, einkum inn til landsins síðdegis. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast S- og V-lands.

Á sunnudag:
Austlæg átt, víða 5-10 m/s og skýjað með köflum og stöku skúrir, en heldur hvassara allra syðst síðdegis og dálítil rigning um tíma. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla og áfram fremur hlýtt í veðri.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s. Sums staðar dálítil væta um landið norðaustanvert, en annars bjart að mestu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á miðvikudag:
Hæglætisveður, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 9 til 16 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnan átt með rigningu vestantil, en þurrt og bjart að mestu fyrir austan. Áfram milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.