Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 21:54 Frá Skaftá nú kvöld en hratt hefur vaxið í ánni í dag. Skjáskot/Dalamenn snappa Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“. Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“.
Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01