Innlent

Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Skaftárhlaup náði hámarki í nótt.
Skaftárhlaup náði hámarki í nótt. Vísir/Einar árnason

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. Þó nokkrar ábendingar hafi borist lögreglu vegna þessa, meðal annars úr Húnaþingi vestra og Svartárdal og Langadal.

Lögregla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinn og segor að Veðurstofan að þetta megi rekja til Skaftárhlaups sem nú standi yfir.

Áður hefur verið greint frá því að tilkynnt hafi verið um brennisteinslykt á Suðausturlandi, til að mynda í Meðallandi og í Öræfum. Einnig hafi fundist sterk lykt vestan Skaftárjökuls í eftirlitssflugi með Landhelgisgæslunni í gær.

„Lyktin getur borist langar vegalengdir og var m.a. tilkynnt um brennisteinslykt í Noregi í Skaftárhlaupi 2015,“ segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.