Innlent

Nokkrir sólarhringar í að Skaftá nái eðlilegu rennsli á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt hefur verið um brennisteinslykt á Suðausturlandi sem rakið er til hlaupsins.
Tilkynnt hefur verið um brennisteinslykt á Suðausturlandi sem rakið er til hlaupsins. Vísir/jóhann k. jóhannsson

Nokkrir sólarhringir eru í að Skaftá nái eðlilegu rennsli á ný. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að rennsli við Sveinstind hafi farið lækkandi frá því á miðnætti og mælist nú um 1.300 rúmmetrar á sekúndu, þó að líklegt sé talið að raunverulegt rennsli árinnar sé nokkru meira.

„Rennsli í Eldvatni við Ása hefur verið í hámarki síðan um kl. 9 í morgun og vatn flæðir út í Eldhraun. Búast má við að það dragi jafnt og þétt úr hlaupinu en að nokkrir sólarhringar séu í að Skaftá nái eðlilegu rennsli á ný.

Þegar skoðuð eru gögn úr óróamælum Veðurstofunnar virðist sem að Vestari-Skaftárketill sé einnig að tæmast. Óvenjulegt er að katlarnir hlaupi báðir á sama tíma.

Tilkynnt hefur verið um brennisteinslykt á Suðausturlandi, t.d. í Meðallandi og í Öræfum. Einnig fannst sterk lykt vestan Skaftárjökuls í eftirlitssflugi með Landhelgisgæslunni í gær. Lyktin getur borist langar vegalengdir og var m.a. tilkynnt um brennisteinslykt í Noregi í Skaftárhlaupi 2015,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér

Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×