Innlent

Tveir tvítugir handteknir vegna landadrykkju í borginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá voru átta ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna grund um áfengis- og/eða fíkniefnaakstur.
Þá voru átta ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna grund um áfengis- og/eða fíkniefnaakstur. Vísir/Vilhelm
Lögregla handtók tvo tvítuga menn í Bankastræti í miðborg Reykjavíkur laust eftir klukkan tvö í nótt. Mennirnir höfðu verið að drekka landa og gátu lítið tjáð sig sökum annarlegs ástands. Voru þeir vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan ástand þeirra batnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá voru átta ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna grund um áfengis- og/eða fíkniefnaakstur. Nokkrir þeirra óku einnig án ökuréttinda.

Þá var einn ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut við Kúagerði eftir hraðamælingu og var sá einnig kærður fyrir akstur bifreiðar á nagladekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×