Segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi og bætta gæslu á útihátíðum hafa borið árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:45 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota á útihátíðum um helgina og rólegra hefur verið á bráðamóttöku en oft áður á þessum tíma. Tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að lokinni verslunarmannahelgi. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisafbrot í öðrum umdæmum lögreglunnar um helgina að því er fréttastofa kemst næst. Rólegt hefur verið á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og til þessa hefur enginn þangað leitað vegna atvika sem tengjast útihátíðum að sögn verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. „Þeim hefur farið fækkandi á síðustu árum og ég tel að það sé bara bæði aukin umræða og það er líka aukin öryggisgæsla og alls konar varúðarráðstafanir á þeim svæðum sem hafa verið með útihátíðir eins og til dæmis kynjaskipt klósett, myndavélar og sýnileg gæsla,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Mynd/aðsendHrönn hvetur þá sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi til að leita á neyðarmóttöku. „Það er mjög mikilvægt að fólk leiti til okkar eftir kynferðisbrot, bara til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan, andlega vanlíðan,“ segir Hrönn. „Við tökum alveg mál alveg upp í mánaðar gömul til okkar en við erum fyrst og fremst bráðaþjónusta, en það er auðvitað alltaf best að komast undir læknishendur sem fyrst, með tilliti til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar og líka til þess að hlúa að þeim líkamlega og andlega.“ „En svo er þetta ekkert einskorðað við útihátíðir eða verslunarmannahelgi, það eru kynferðisbrot um hverja helgi,“ segir Hrönn.Rólegra á bráðamóttökunni Á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er um 200 tilfellum að jafnaði sinnt á dag en oft er þó meira að gera um verslunarmannahelgi. Aðeins rólegra hefur þó verið í ár en oft áður. „Almennt getum við sagt að helgin hafi gengið nokkuð vel fyrir sig. Við höfum ekki alveg sloppið við alvarleg slys en þau hafa sem betur fer verið færri heldur en við höfum séð oft áður. Eitt slys er að sjálfsögðu of mikið en við höfum ekki séð jafn mörg alvarleg eins og hafa verið um verslunarmannahelgar í gegnum árin,“ segir Helgi Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þó sé alltaf eitthvað um minniháttar slys og áverka um verslunarmannahelgi. Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón„Það er bara það sem að fylgir því þegar tugþúsundir manna eru á faraldsfæti. En almennt séð erum við nokkuð ánægð með helgina og þykir þetta hafa gengið betur en oft hefur verið.“ Færri fíkniefnamál í Eyjum Alls var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í Vestmannaeyjum gærkvöldi og í nótt og var einn fluttur á Landspítala vegna innvortis blæðinga. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum en hinar tvær líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Einn gisti fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar í Herjólfsdal, einn á Ísafirði og einn á Akureyri. 35 fíkniefnamál komu upp í Eyjum um helgina sem er minna en undanfarin ár. Nokkur fíkniefnamál hafa einnig komið upp í öðrum lögregluumdæmum, flest minniháttar. Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota á útihátíðum um helgina og rólegra hefur verið á bráðamóttöku en oft áður á þessum tíma. Tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að lokinni verslunarmannahelgi. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisafbrot í öðrum umdæmum lögreglunnar um helgina að því er fréttastofa kemst næst. Rólegt hefur verið á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og til þessa hefur enginn þangað leitað vegna atvika sem tengjast útihátíðum að sögn verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. „Þeim hefur farið fækkandi á síðustu árum og ég tel að það sé bara bæði aukin umræða og það er líka aukin öryggisgæsla og alls konar varúðarráðstafanir á þeim svæðum sem hafa verið með útihátíðir eins og til dæmis kynjaskipt klósett, myndavélar og sýnileg gæsla,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Mynd/aðsendHrönn hvetur þá sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi til að leita á neyðarmóttöku. „Það er mjög mikilvægt að fólk leiti til okkar eftir kynferðisbrot, bara til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan, andlega vanlíðan,“ segir Hrönn. „Við tökum alveg mál alveg upp í mánaðar gömul til okkar en við erum fyrst og fremst bráðaþjónusta, en það er auðvitað alltaf best að komast undir læknishendur sem fyrst, með tilliti til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar og líka til þess að hlúa að þeim líkamlega og andlega.“ „En svo er þetta ekkert einskorðað við útihátíðir eða verslunarmannahelgi, það eru kynferðisbrot um hverja helgi,“ segir Hrönn.Rólegra á bráðamóttökunni Á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er um 200 tilfellum að jafnaði sinnt á dag en oft er þó meira að gera um verslunarmannahelgi. Aðeins rólegra hefur þó verið í ár en oft áður. „Almennt getum við sagt að helgin hafi gengið nokkuð vel fyrir sig. Við höfum ekki alveg sloppið við alvarleg slys en þau hafa sem betur fer verið færri heldur en við höfum séð oft áður. Eitt slys er að sjálfsögðu of mikið en við höfum ekki séð jafn mörg alvarleg eins og hafa verið um verslunarmannahelgar í gegnum árin,“ segir Helgi Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þó sé alltaf eitthvað um minniháttar slys og áverka um verslunarmannahelgi. Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón„Það er bara það sem að fylgir því þegar tugþúsundir manna eru á faraldsfæti. En almennt séð erum við nokkuð ánægð með helgina og þykir þetta hafa gengið betur en oft hefur verið.“ Færri fíkniefnamál í Eyjum Alls var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í Vestmannaeyjum gærkvöldi og í nótt og var einn fluttur á Landspítala vegna innvortis blæðinga. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum en hinar tvær líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Einn gisti fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar í Herjólfsdal, einn á Ísafirði og einn á Akureyri. 35 fíkniefnamál komu upp í Eyjum um helgina sem er minna en undanfarin ár. Nokkur fíkniefnamál hafa einnig komið upp í öðrum lögregluumdæmum, flest minniháttar.
Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57
Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00
Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49