Dreyer er fæddur árið 1998 og var markahæsti leikmaður dönsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk þegar hann hjálpaði Esbjerg að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.
Hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Randers í 4.umferð dönsku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn laugardag og skrifaði undir samning við Brighton, sem hafnaði í 15.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, í dag.
Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Dreyer muni spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Dreyer hefur leikið 13 landsleiki fyrir yngri landslið Dana.
“I managed to score in Denmark on Saturday – I wanted to carry on my form from last year and I’ve done that.”
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) August 7, 2018
An eventful few days for Albion’s newest signing!#BHAFC
Read https://t.co/Ja13JvwIIO pic.twitter.com/hCsRd4blHX