Fótbolti

Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Freyr Alexandersson þjálfar kvennalandsliðið en hefur einnig verið í teyminu í kringum karlaliðið undanfarin ár
Freyr Alexandersson þjálfar kvennalandsliðið en hefur einnig verið í teyminu í kringum karlaliðið undanfarin ár Vísir/Getty
Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.

Freyr er landsliðsþjálfari kvenna og hefur náð frábærum árangri með íslenska kvennalandsliðið. Ásamt því hefur hann gegnt stöðu njósnara fyrir karlalandsliðið og var hann í teyminu sem fór á HM í Rússlandi.

Svíinn Erik Hamren mun að öllum líkindum verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á morgun.

Ísland er í kjörstöðu til þess að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti, liðið situr á toppi síns riðils fyrir síðustu leikina gegn Þjóðverjum og Tékkum í byrjun september og mun Freyr klára þá leiki með kvennalandsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×