Fótbolti

Sanchez segir leikinn gegn Leicester vera skyldusigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanchez kveinkar sér í leik á undirbúningstímabilinu.
Sanchez kveinkar sér í leik á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Manchester United spilar fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld er liðið mætir Leicester í opnunarleiknum. Alexis Sanchez segir að leikurinn sé skyldusigur.

„Leikir gegn Leicester eru alltaf erfiðir en allir leikir í ensku úrvalsdeildinni eru erfiðir. Við vonumst bara eftir að ná góðri frammistöðu á fyrsta degi,” sagði Sachez.

„Við getum ekki treyst á alla þá sem spiluðu á HM en þeir sem hafa æft allt undirbúningstímabilið eru ákafir í að byrja og vonandi erum við í góðu formi.”

„Þetta er skyldusigur en hjá Manchester United áttu að vinna allar viðureignir sem þú ferð í. Við verðum að sanna það að við erum eitt af stærstu liðunum í heimi í dag.”

„Við erum með fjöldan af gæða leikmönnum og vonandi getum við sýnt það á morgun,” sagði Sanchez en leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×