Fótbolti

Guðni: Fullt af mönnum sem voru tilbúnir að taka við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á því að sambandið hafi tekið góða og upplýsta ákvörðun er það réð Erik Hamrén í starf landsliðsþjálfara.

Ísland hefur vakið athygli á heimsmælikvarða undanfarin ár og það voru margir sem voru klárir í slaginn.

„Við höfum vakið mikla athygli og það voru fullt af mönnum sem voru tilbúnir að taka við,” en hve margir lýstu yfir áhuga á að taka við liðinu?

„Vel á þriðja tug. Vissulega voru nokkur stór nöfn þarna sem var velt upp og vangaveltur með. Mest var þetta frá Norður-Evrópu, eitthvað frá Mið-Evrópu. Þetta voru ágætis nöfn.”

Guðni segir að smá saman hafi hringurinn þrengst. Hann segist hafa rætt við marga sem hafa unnið með Svíanum.

„Ég talaði við leikmenn og ég vildi vinna þessa bakvinnu vel svo við gætum tekið góða og upplýsta ákvörðun,” en hvernig voru með launamál hjá þeim sem voru í hringnum með Hamrén?

„Það fór ekki langt á þá vegu hjá mörgum þeirra. Við vorum ekki að tala við Capello eða einhverja sem eru vanir að þéna stórar upphæðir. Við greiðum ágætis laun en erum með okkar takmörk." Er Hamrén dýr?

„Er það ekki afstætt? Ég held að við greiðum bara sanngjörn laun og þessi laun voru líka í boði fyrir Heimi Hallgrímsson.”


Tengdar fréttir

Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía

Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×