Fótbolti

Keylor Navas hefur engan áhuga á að yfirgefa Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klár í samkeppni
Klár í samkeppni vísir/getty
Markvörðurinn Keylor Navas segir ekki koma til greina að yfirgefa Real Madrid þrátt fyrir kaup félagsins á belgíska landsliðsmarkverðinum Thibaut Courtois.

Real Madrid gekk frá kaupum á Belganum stóra og stæðilega í gær og má fastlega reikna með því að hann sé hugsaður sem nýr aðalmarkvörður félagsins.

Þrátt fyrir það getur Keylor Navas ekki hugsað sér að yfirgefa Evrópumeistarana en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan 2015 þegar hann tók við stöðunni af Iker Casillas, ári eftir að Navas var keyptur til Real Madrid frá Levante. 

„Ég held áfram að segja það óhikað eins og ég hef áður gert að ég mun aldrei vilja yfirgefa Real Madrid,“ er haft eftir Navas þegar hann var spurður út í framtíð sína í kjölfar komu Courtois.

Óhætt er að segja að Navas hafi staðið sína plikt með ágætum enda liðið hampað Evrópumeistaratitli þrjú ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×