Erlent

Enn einn skjálftinn á Lombok

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn í nótt var upp á 5,9.
Skjálftinn í nótt var upp á 5,9. Vísir/ap

Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun. Að þessu sinni var það skjálfti upp á 5,9 og greinir breska ríkisútvarpið frá því að nokkrar byggingar hafi eyðilagst í skjálftanum.

Mikill viðbúnaður er á eyjunni eftir að skjálfti upp á 6,9 reið yfir á sunnudaginn en hann hafði mikla eyðileggingu í för með sér.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum fórust minnst 131 í skjálftanum þó að fjölmiðlar í landinu segja tölu látinna vera 347.

Talsmenn yfirvalda segja 1.400 hafa slasast í skjálftanum á sunnudag og um 156 þúsund manns hafa misst heimili sín.
Tengdar fréttir

347 látnir í Indonesíu

Staðfest dánartala í jarðskjálfta á Lombok eyju í Indonesíu er 374. 1.447 meiddust og 165.000 flúðu heimili sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.