Erlent

Enn einn skjálftinn á Lombok

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn í nótt var upp á 5,9.
Skjálftinn í nótt var upp á 5,9. Vísir/ap
Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun. Að þessu sinni var það skjálfti upp á 5,9 og greinir breska ríkisútvarpið frá því að nokkrar byggingar hafi eyðilagst í skjálftanum.

Mikill viðbúnaður er á eyjunni eftir að skjálfti upp á 6,9 reið yfir á sunnudaginn en hann hafði mikla eyðileggingu í för með sér.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum fórust minnst 131 í skjálftanum þó að fjölmiðlar í landinu segja tölu látinna vera 347.

Talsmenn yfirvalda segja 1.400 hafa slasast í skjálftanum á sunnudag og um 156 þúsund manns hafa misst heimili sín.


Tengdar fréttir

347 látnir í Indonesíu

Staðfest dánartala í jarðskjálfta á Lombok eyju í Indonesíu er 374. 1.447 meiddust og 165.000 flúðu heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×