Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2018 13:02 Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson eru stödd í brúðkaupsferð á Balí. Mynd/Samsett Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu. Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu.
Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15
Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00