Fótbolti

Sextán ára landsliðið í úrslit á Norðurlandamótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarliðið í leiknum í gær.
Byrjunarliðið í leiknum í gær. mynd/ksí
Íslenska landsliðið í fótbolta, sextán ára og yngri, er komið í úrslitaleik Norðurlandsmóts karla eftir 2-1 sigur á Noregi í gær.

Liðið vann 2-1 sigur á Færeyjum í fyrsta leik og fylgdu því á eftir með 2-0 sigri á Kína. Sigur í dag myndi því tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum sjálfum.

Það varð raunin. Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Íslands, en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson. Sparkviss með eindæmum eins og faðir sinn.

Síðari markið skoraði Kristall Máni Ingason. Hann er uppalinn hjá Fjölni en leikur nú með FCK í Danmörku en lokatölur 2-1 sigur „litlu” strákanna okkar.

Þeir eru komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Finnlandi en hann fer fram á morgun. Mótið er haldið í Færeyjum en þjálfari liðsins er Davíð Snorri Jónasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×