Söngvari The Hefners sér eftir notkun „blackface“ og biðst afsökunar Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 20:26 Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir að The Hefners muni ekki koma aftur fram með „blackface“. Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir. Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir.
Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57
The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48