Grasfrjó í hámarki Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 19:15 Minna hefur verið um frjókorn í lofti þetta sumar en fyrri ár. Ofnæmislæknir á Landspítalnum segir ofnæmið hrjá marga og það sé sérstaklega óþægilegt þegar fólk er á ferðalögum. Mikilvægt sé að styrkja ónæmiskerfið með því að taka inn vítamín og þá sérstaklega D-vítamín þegar sólarleysið er mikið. Stærsta ferðamannahelgi ársins er í vændum, sjálf Verslunarmannahelgin, margir leggja land undir fót og skella sér á útihátíð eða í útilegu. Ferðalögin eru þó ekki einföld fyrir alla því þeir sem hafa frjókornaofnæmi þurfa að vara sig á grasfrjó í lofti sem er í hámarki um þessar mundir. Sigurveig Sigurðardóttir, læknir á göngudeild ofnæmissjúkdóma á Landsspítalanum, segir sumarið hafa verið frekar þægilegt en algengt sé að fólk leiti á deildina í meira mæli í kringum Verslunarmannahelgina. „Grasfrjókornið byrjar að koma um miðjan júní og síðan nær það hámarki núna í lok júlí og byrjun ágúst. Svo smá minnkar það þegar fer að líða á ágúst og er búið um það bil þegar ágúst er á enda, það fer eftir árferði,“ segir Sigurveig. Sumum reynist erfitt að greina á milli sumarkvefs og frjóofnæmis. Einkenni ofnæmis í augum, nefi og gjarnan lungum koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári. Sigurveig segir fólk með ofnæmi þurfa að huga að mörgu áður en haldið er af stað í ferðalag svo ekki þurfi að flýja heim vegna ofnæmis. „Þetta er útileguhelgi ársins, margir sem fara og liggja í tjaldi út í nátturunnu og eru þá kannski bara í miðju frjókornabeðinu,“ segir hún. Mikilvægt sé að þeir sem þjáist af frjóofnæmi hafi lyf sín með sér í ferðalagið. „Um að gera að byrja að taka þau áður en farið er í útileguna setja dropana í augun strax að morgni og aftur að kvöldi og úða í nefið á sér steraúðanum sem þau eiga og taka töflunar,“ segir hún. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Minna hefur verið um frjókorn í lofti þetta sumar en fyrri ár. Ofnæmislæknir á Landspítalnum segir ofnæmið hrjá marga og það sé sérstaklega óþægilegt þegar fólk er á ferðalögum. Mikilvægt sé að styrkja ónæmiskerfið með því að taka inn vítamín og þá sérstaklega D-vítamín þegar sólarleysið er mikið. Stærsta ferðamannahelgi ársins er í vændum, sjálf Verslunarmannahelgin, margir leggja land undir fót og skella sér á útihátíð eða í útilegu. Ferðalögin eru þó ekki einföld fyrir alla því þeir sem hafa frjókornaofnæmi þurfa að vara sig á grasfrjó í lofti sem er í hámarki um þessar mundir. Sigurveig Sigurðardóttir, læknir á göngudeild ofnæmissjúkdóma á Landsspítalanum, segir sumarið hafa verið frekar þægilegt en algengt sé að fólk leiti á deildina í meira mæli í kringum Verslunarmannahelgina. „Grasfrjókornið byrjar að koma um miðjan júní og síðan nær það hámarki núna í lok júlí og byrjun ágúst. Svo smá minnkar það þegar fer að líða á ágúst og er búið um það bil þegar ágúst er á enda, það fer eftir árferði,“ segir Sigurveig. Sumum reynist erfitt að greina á milli sumarkvefs og frjóofnæmis. Einkenni ofnæmis í augum, nefi og gjarnan lungum koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári. Sigurveig segir fólk með ofnæmi þurfa að huga að mörgu áður en haldið er af stað í ferðalag svo ekki þurfi að flýja heim vegna ofnæmis. „Þetta er útileguhelgi ársins, margir sem fara og liggja í tjaldi út í nátturunnu og eru þá kannski bara í miðju frjókornabeðinu,“ segir hún. Mikilvægt sé að þeir sem þjáist af frjóofnæmi hafi lyf sín með sér í ferðalagið. „Um að gera að byrja að taka þau áður en farið er í útileguna setja dropana í augun strax að morgni og aftur að kvöldi og úða í nefið á sér steraúðanum sem þau eiga og taka töflunar,“ segir hún.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira