Íslenskir bændur gætu séð af um 50 þúsund rúlluböggum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 19:57 Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira