Íslenskir bændur gætu séð af um 50 þúsund rúlluböggum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 19:57 Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn. Í fréttum okkar í gær var rætt við norskan bónda sem hingað er kominn að leita að heyi til kaups. En dæmi eru um að uppskera á Norðurlöndunum sé allt niður tíu prósent af því sem er í venjulegu ári. Norskir bændur eru þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn, bæði nautgripi og sauðfé en víða hefur ekki rignt frá því snemma í maí. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir fjölda fyrirspurna hafa borist varðandi kaup á heyi frá Íslandi. „Hingað hefur líka komið fólk eins og þið sögðuð frá í fréttum ykkar í gær sem er að leita að heyi hér. Þannig að við finnum gríðarlega eftirspurn bara þessa dagana,” segir Sindri. Á meðan tún eru að skrælna á Norðurlöndunum hafa bændur sunnan og vestanlands hér upp á Íslandi varla komist í slátt vegna mikillar vætutíðar. Hins vegar hefur veðrir verið mun skaplegra norðan og austanlands og sums staðar á Norðurlandi alla vega eru menn komnir í annan slátt. Og það er úr þeim landshlutum sem flestir af um hundrað bændum hafa boðið fram hey. En það fer eftir skilyrðum norsku Matvælastofnunarinnar hversu mikið verður hægt að selja af heyi héðan en nú ræðir hún við systurstofnun sína hér á landi um þau mál. „Við gætum kannski sagt mögulega um 50 þúsund rúllubagga sem við gætum lofað. En það þarf 1,3 rúllur á hverja kind yfir vetrarmánuði eins og fóðrað er til dæmis á Íslandi. Þá geta menn séð að það þarf þó nokkuð mikið í nautgripi. Þannig að það er kannski ekki mikið í stóra samhenginu miðað við þetta,” segir formaður Bændasamtakanna. Vegna einangrunar Íslands henti landið vel til heyútflutnings til Noregs þar sem fáir dýrasjúkdómar þekkist hér. Það skorti ekki viljann til að koma norskum bændum til aðstoðar. „Ég var einmitt nýbúinn að heyra í kollegum mínum þarna, varaformanni norsku bændasamtakanna. Það er alveg ljóst að bændur hafa verulega miklar áhyggjur. Það er þegar byrjað að skera niður stofnana,” segir Sindri Sigurgeirsson.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira