Íslenski boltinn

Þróttur færist nær toppliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor var á skotskónum í dag.
Viktor var á skotskónum í dag. vísir/ernir

Þróttur vann sinn annan sigur í röð í Inkasso-deild karla er liðið vann 3-0 sigur á Njarðvík í Laugardalnum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Hollendingurinn Jasper Van Der Heyden kom Þrótturum yfir á 47. mínútu.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Jónsson forystuna og á 63. mínútu skoraði Kristófer Konráðsson þriðja mark Þróttara.

Lokatölur 3-0 og það voru ekki einu gleðitíðindin fyrir Þróttara því Emil Atlason spilaði síðustu sautján mínútur leiksins. Hann er að jafna sig eftir erfið meiðsli.

Þróttur er nú í fimmta sætinu, fimm stigum á eftir ÍA sem er í þriðja sætinu og sjö stigum á eftir toppliði Þór. Njarðvík er hins vegar í tíunda sæti og heldur sér frá fallsætinu á markatölu.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.