Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júlí 2018 20:40 Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira