Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 22:08 Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi. Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi.
Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09