Innlent

Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli.
Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli. Vísir/Birgir

Spáin fyrir tónleika Guns´N Roses á Laugardalsvelli er ágæt, þó svo að það gætu fallið einhverjir skúrir. Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands fyrir höfuðborgarsvæðið verður hægviðri, suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu. Stöku skúrir gætu fallið, einkum síðdegis og hiti 9 til 14 stig.

Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó að einhverjir dropar gætu fallið á þá.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun:
Suðaustan 8 til 13 metrar á suðvesturhorni landsins, en annars hægari. Áfram skúrir um mest allt land. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:
Gengur í austan- og norðaustan 10-18 m/s, hvassast við SA-ströndina. Talsverð rigning S- og A-til, annars úrkomuminna, en dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast V-lands.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning á köflum um landið austanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-til.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir austlægar áttir með vætu í flestum landshlutum, en fremur hlýtt í veðri.


Tengdar fréttir

„Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi

Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.