Innlent

Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli.
Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli. Vísir/Birgir
Spáin fyrir tónleika Guns´N Roses á Laugardalsvelli er ágæt, þó svo að það gætu fallið einhverjir skúrir. Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands fyrir höfuðborgarsvæðið verður hægviðri, suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu. Stöku skúrir gætu fallið, einkum síðdegis og hiti 9 til 14 stig.Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó að einhverjir dropar gætu fallið á þá.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:

Suðaustan 8 til 13 metrar á suðvesturhorni landsins, en annars hægari. Áfram skúrir um mest allt land. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á fimmtudag:

Gengur í austan- og norðaustan 10-18 m/s, hvassast við SA-ströndina. Talsverð rigning S- og A-til, annars úrkomuminna, en dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast V-lands.Á föstudag:

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning á köflum um landið austanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-til.Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir austlægar áttir með vætu í flestum landshlutum, en fremur hlýtt í veðri.


Tengdar fréttir

„Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi

Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.