Innlent

Nauðsynlegt að taka á stöðunni

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Almennt tekur hátt í þrjár vikur að fá kaupsamningum þinglýst.
Almennt tekur hátt í þrjár vikur að fá kaupsamningum þinglýst. Vísir/Getty

Rafrænar þinglýsingar eru fagnaðarefni en hugsa verður framkvæmdina til lengri tíma litið, segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

„Það er ljóst að það eru fjölmörg ljón í veginum þangað til það verður að veruleika að hægt verði að þinglýsa öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti,“ segir Grétar.

Líkt og greint var frá í blaðinu í gær hyggst dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti og þannig stytta bið eftir þinglýsingu. Grétar segir að dæmi séu um að fólk skrifi undir kaupsamning sem kveður á um að kaupverð verði greitt fyrir ákveðna dagsetningu.

Sjá einnig: Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot

„Þetta getur endað á því að þinglýsingin sé afgreidd talsvert eftir að greiðsla á að berast samkvæmt kaupsamningi og þá geta dráttarvextir lagst á jafnvel tugi milljóna króna.“ Þá hafi Norðmenn innleitt í lög rafrænar þinglýsingar fyrir um einu og hálfu ári. Framkvæmdin hafi gengið upp og ofan og enn sé hluti fasteignaviðskipta upp á gamla mátann.

„Ég held að við séum að tala um ferli sem mun ekki festa sig að fullu í sessi í fasteignaviðskiptum fyrr en eftir nokkur ár enda að fjölmörgu að hyggja,“ segir hann. „Nauðsynlegt er að núna sé tekið strax á þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er varðandi þinglýsingar en í dag er farið yfir lögboðna tímafresti daglega og sumt fólk verður fyrir miklu fjárhagslegu tjóni,“ segir Grétar


Tengdar fréttir

Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot

Frumvarp sem heimilar rafrænar þinglýsingar er tilbúið og verður lagt fram á Alþingi í haust. Fullnægjandi skjölum verður þinglýst í gegnum tölvukerfi á örskotsstundu. Ráðherra segir málið hafa velkst of lengi um í stjórnkerfinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.