Hlýtt en hvasst á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:40 Hlýindi úr austri koma yfir landið með látum á morgun. Veðurstofa Íslands „Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars. Veður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars.
Veður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira