Hlýtt en hvasst á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:40 Hlýindi úr austri koma yfir landið með látum á morgun. Veðurstofa Íslands „Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars. Veður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars.
Veður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira