Fótbolti

Arnór Smárason til Lilleström á láni

Dagur Lárusson skrifar
Arnór er á leiðinni til Noregs.
Arnór er á leiðinni til Noregs. vísir/Heimasíða Lilleström
Íslendingurinn Arnór Smárason mun ganga til liðs við Lilleström frá Hammarby á láni út tímabilið en heimasíða Lilleström staðfestir þetta.

 

Arnór hefur verið að mála hjá Hammarby síðustu tvö árin en á þeim tíma hefur hann spilað 60 leiki og skorað í þeim 9 mörk.

 

Íþróttastjóri félagsins, Simon Mesfin, er mjög ánægður með að hafa klófest Arnór.

 

„Arnór er reyndur leikmaður með yfir 200 leiki í efstu deild í Hollandi, Danmörku, Rússlandi og Svíþjóð.“

 

„Við erum búnir að vera að leita af leikmanni eins og honum í þónokkurn tíma, einhver sem kemur með gæði inní liðið og mun hjálpa okkur á spennandi tímum hjá félaginu. Hann getur spilað á báðum köntum og einnig á miðri miðjunni og þess vegna er hann frábær viðbót fyrir liðið.“

 

Arnór verður þrítugur þann 7. september næstkomandi en hann á að baki 23 leiki fyrir landsliðið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×